Lögregla var kölluð í Hlíðahverfi í gærkvöldi þar sem umferðaróhapp hafði átt sér stað. Ökumaður fremri bifreiðar fann til í hnakka eftir höggið og hugðist fara á bráðadeild. Tjónvaldurinn, í aftari bifreið, ákvað að yfirgefa vettvang þegar hann heyrði að lögregla var á leiðinni. Lögregla fann manninn og handtók skömmu síðar en var hann undir áhrifum fíkniefna.
Karlmaður gekk berserksgang í Kópavogi um klukkan hálf eitt í nótt. Sá hafði hamar í hönd og var sagður hafa ráðist að konu og kastað hamrinum í bíl hennar. Þegar lögregla mætti á vettvang var maðurinn á bak og burt en töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt. Allir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.