„Reynum að skrifa ekki handrit jólanna fyrirfram heldur leyfa okkur að njóta,“ skrifar fjölskyldufræðingurinn Íris Eik Ólafsdóttir í sinn nýjasta pistil sem fjallar um samskipti í jólaboðum.
Í pistil sínum fjallar Íris um jólaboð sem geta reynst mörgum erfið. Hún segir eðlilegt að kvíða þeim.
„Þegar við kvíðum erfiðum samskiptum en ætlum að ganga inn í þau og mæta í jólaboð er gott að hafa uppbyggilegar samskiptareglur að leiðarljósi,” skrifar Íris og lætur fylgja nokkrar reglur með sem gætu hjálpað fólki að tækla samskiptin í jólaboðum.
Í samskiptareglunum segir meðal annars að hver og einn beri ábyrgð á sinni eigin hegðun.
Hún bætir við að ekki sé gott að gera óraunhæfar kröfur því þá eykst hættan á óhamingju.
Lestu pistil Írisar í heild sinni og skoðaðu samskiptareglurnar sem hún deilir hérna.