Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Ellefu skipverjar á reki í 15. klukkustundir: „Allt í einu fór báturinn á stjórnborðshliðina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir menn voru á brúnni þennan júlí en vaktaskipti höfðu nýlega verið um borð í Hamri frá Sandgerði en hann hafði nýlega verið uppgerður og hafði um borð fullkomin tæki til veiða. Allt leit sem sagt vel út og áhöfnin kát á leið á síldveiðar. En þeir komust aldrei á veiðarnar því bátnum hvolfdi skyndilega og var 11 manna áhöfnin í vanda statt og mátti engu skeika ef þeir ætluðu allir að lifa af.

Vísir sagði frá þessu sjóslysi sem gerðist í 1. júlí árið 1962 á eftirfarandi máta:

Sá furðulegi atburður gerðist hér á miðjum Faxaflóa, að glæsilegu, nýuppgerðu 80 tonna fiskiskipi, Hamri frá Sandgerði hvolfdi allt í einu og hann sökk á svo skömmum tíma að skipverjarnir ellefu að tölu komust aðeins naumlega í gúmmíbjörgunarbát.

Og það sem er enn furðulegra. Það var ekki fyrr en kl. 2 síðastliðna nótt, sem menn höfðu nokkra hugmynd um þetta sjóslys. Þá komu sex af skipbrotsmönnunum á land á Mýrum, fóru heim að bænum Ökrum og gerðu vart við sig.

KONAN FÆR FRÉTTIRNAR

Þegar Vísir frétti um þetta slys snemma í morgun, hringdi fréttamaður blaðsins í frú Sigrúnu Theódórsdóttur konu Birgis Erlendssonar skipstjóra á Hamri og spurði hana hvort hún hefði frétt nokkuð af bátnum.
— Nei, ekkert sérstakt, svaraði
hún. Hann á að koma á miðin í dag og byrja að veiða.
— Hafið þér ekki heyrt það að
báturinn sökk á laugardaginn en allir mennirnir björguðust?
— Nei, það hef ég ekki heyrt. En er það öruggt að allir hafi bjargast.
— Já, það er öruggt, þeir eru allir ellefu talsins á leið til bæjarins í bíl.
— Guði sé lof, sagði konan.

SKIPBROTSMENN KOMA Í BÆINN

- Auglýsing -

Fréttamenn Vísis sátu fyrir rútubíl frá Akranesi, sem hafði farið upp á Mýrar til að sækja
skipbrotsmennina. Hann kom í bæinn skömmu fyrir kl. 11 i morgun. Í honum sátu allir hinir ellefu skipbrotsmenn. Þeir voru enn flestir á sokkaleistunum, en útgerðin hafði í flýti sent þeim nauðsynleg föt. Það var enginn tími til að klæða
sig í fötin, sögðu skipbrotsmennirnir.
— Ég kom út á stuttum nærbuxum og bol, sagði Friðrik Sigurðsson 1. vélstjóri. Hinir voru sumir á nærfötum og flestir skólausir.
— Hvernig bar slysið að, spurði
fréttamaður Vísis skipstjórann Birgi Erlendsson (en hann er sonur Erlends Þorsteinssonar í síldarútvegsnefnd).

BÁTNUM HVOLFDI SKYNDILEGA

Það voru vaktaskipti og aðeins tveir menn voru í brúnni. Það var nokkur stormur, en þó ekki svo að nein hætta væri á ferðum. Allt í einu fór báturinn á stjórnborðshliðina. Ég kom þá fram og reyndum við fyrst að stýra bátnum og sigla honum upp en það bar engan árangur. Hann lá á hliðinni og möstrin fóru í sjóinn.
— Hvernig heldurðu að hafi staðið á því að bátnum hvolfdi.
— Það get ég ekki sagt. Hann var tómur.
— Heldurðu að það geti verið að hann hafi orðið yfirhlaðinn vegna þess, að sjór hafi safnazt í nótina og hún þyngzt þannig?
— Nei, það held ég að komi ekki til mála.

- Auglýsing -

SNARRÆÐI SKIPSTJÓRANS

Skipverjarnir segja fréttamanni blaðsins að þeir eigi snarræði skipstjórans mest að þakka, að þeir standa nú hér lifandi. Það munaði vissulega mjög mjóu. Því að báturinn sökk á svo skömmum tíma.
Skipstjórinn fór og klifraði upp eða réttara sagt niður á þak stýrishússins þar sem kassinn með gúmmíbátnum var geymdur. Kassinn var þá kominn undir sjó og var það þrekvirki hjá skipstjóranum að opna hann, en gúmmíbáturinn opnaði sig strax og við komumst í hann.
— Eruð þið ailir syndir?
— Já, við erum allir syndir segir Friðrik, 1. yélstjóri, nema ég.
Ég lærði í gamla daga að synda, en hef ekkert iðkað það. Flestir skipverjarnir fóru í sjóínn til að komast út í bátinn og urðu blautir, en tveir klifruðu þó út eftir mastrinu og út í bátinn.
Allt gerðist þetta með svo skömmum hætti að enginn tími vannst til að senda út neyðarskeyti.

Skipbrotsmennirnir af Hamri, þegar þeir komu í bæinn um  morguninn. Þeir sitja í langferðabílnum. í fremstu röð: Eðvald
Eyjólfsson stýrimaður sem var í brúnni, þegar slysið gerðist, Georg Georgsson háseti, Birgir Erlendsson skipstjóri. Sitjandi
í næstu röð: Erljngur Ríkarð Guðmundsson, Tómas Þorkelsson 2. vélamaður, Jón Gunnarsson matsveinn og Friðrik Sigurðsson 1. vélstjóri. Standandi í aftari röð: Sigurður Jónsson, Björn Ragnarsson, Guðmundur Friðriksson (sonur Friðriks vélstjóa og yngsti maður áhafnarínnar 15 ára) og Gísli Ólafsson.

15 KLST. Á REKI

— Voruð þið svo lengi í gúmmíbátnum? 
— Okkur var að reka á honum í 15 kist. segir skipstjórinn. Það er mikil mildi að veðrið var á vestan svo okkur bar að landi, en jafnvel það hefði getað farið illa, ef okkur hefði borið upp á sker.
— Hvernig var aðbúnaðurinn á bátum?
— Það var þröngt í honum, við vorum ellefu á tíu manna bát. Verst að sumir voru illa klæddir.
— Höfðuð þið nokkuð til að borða?
— Það voru venjulegar matarbirgðir í bátnum, en við borðuðum ekkert. Við höfum náð í fjalir úr þilfarsmilligerð og gátum örlítið róið okkur áfram með þeim. Það bjargaði okkur kannski, því að þegar okkur bar um hádegið á sunnudag upp að Hvalsey við Mýrar virtist alls staðar ólendandi fyrir skerjum og brimi, nema á einum stað, þar sem læna virtist út frá
eynni og gátum við róið okkur að henni með þessum spýtum.

ENGINN SÁ BÁLIÐ

— Reynduð þið ekki að gera vart við ykkur, þegar þið komuð
upp í Hvalsey?
— Jú, við reyndum öll ráð. Við skutum neyðarrakettum og blysum, kveiktum bál úr rekavið sem stóð í margar klst. og settum upp hvít flögg, en allt kom fyrir ekki. Það var slæmt í sjóinn svo að við lögðum ekki aftur af stað á gúmmíbátnum, enda segja bændur á Mýrum okkur nú, að það hefði getað orðið okkar bani, því að mikið brim var við ströndina.

KOMIÐ Á BÆ UM NÓTTINA

Þegar veðrið lægði og sjórinn stilltist í gærkvöldi fórum við svo sex saman á gúmmíbátnum í land og komum að Ökrum á Mýrum um kl. 2 um nóttina. Þar vöktum við upp. Bóndinn á Ökrum, Ólafur Þórðarson og fólk hans tók ákaflega vel á móti okkur, gaf okkur mat og gekk úr rúmi fyrir okkur. Ólafur bóndi á Mýrum hafði ekki bát tiltækan en hafði samband við Helga Gíslason í Tröðum á Mýrum og sagði honum að skipbrotsmenn væru úti í Hvalsey.
Helgi brá þegar við á bát sínum og sótti skipbrotsmennina.

MEÐ NÝ OG FULLKOMIN TÆKI

Þeir komu sem fyrr segir til Reykjavíkur um 11 leytið í morgun. Þeir kváðust skilja það, að þeir væru úr helju heimtir. Og þegar þeir fóru að minnast á skipið, mátti heyra trega í rödd þeirra
— Það var auman að þetta skyldi koma fyrir eftir alla fyrirhöfnina við að útbúa skipið á síldveiðar. Það var nýuppgert, skipið og öll tæki í því ný og fullkomin. Splúnkuný síldarleitartæki og kraftblökk. Þar með erum við búnir að missa af síldarvertíðinni. Það
er sannarlega- mikið áfall.
En getið þið ekki komizt á önnur skip?
— Það er ólíklegt, svöruðu þeir, það er ekki auðvelt að komast í
skipsrúm á síldarbátum nú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -