Guðmundur Felix Grétarsson sem fór í gríðarstórar aðgerðir til að fá á sig grædda tvo handleggi í Frakklandi í fyrra, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt um síðustu helgi í Lyon, Frakklandi en þar hefur hann búið síðan 2013 er hann hóf undirbúning fyrir aðgerðina.
Felix eins og hann kallar sig í Frakklandi, birti í morgun ljósmyndir úr veislunni en þar voru samankomnir 70 vinir og ættingjar hans. Sjá má á myndunum að glatt hafi verið á hjalla enda Felix vinsæll meðal þeirra sem hann þekkja enda ljúfur og skemmtilegur. En sjón er sögu ríkari:
View this post on Instagram