Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menntamála, hefur náð að reita sjálfstæðismenn til reiði. Þegar hún gagnrýni bankabrall Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með bréfin í Íslandsbanka og lýsti því að hún hefi varað við aðferðinnni við söluna kallaði hún yfir sig reiði goðanna. Bjarni virðist hafa beðið færis þar til tækifæri kom til að sparka duglega í kollega sinn í Framsókn. Það var þegar Lilja boðaði hækkun á endurgreiðslu vegna framleiðslu kvikmynda á Íslandi í því skyni að laða að stór erlend verkefni. Bjarni lýsti því Þá yfir að ekki væru fjárheimildir fyrir málinu og virðist ætla að stöðva framhang þess. Þetta er enn eitt dæmi um snögga kólnun á ríkisstjórnarheimilinu. Núningur er þegar á milli ríkisstjórnarflokkanna vegna einlægs áhuga Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á því að vísa hælisleitendum úr landi. Vinstri grænir eru ævareiðir en Katrín Jakobsdóttir reynir varfærnislega að bera klæði á vopnin á meðan fylgi flokksins hrynur. Nú er spurning hvað Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, geri til að bakka upp varaformann sinn. Það er veruleg sprengihætta á stjórnarheimilinu og ráðherrar eiga erfitt með að fóta sig í frelsinu eftir Covid …