Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Trylltur ökumaður ók niður hjólamann og stakk af – Kona læsti sig inni í herbergi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað bar á góma í nótt samkvæmt dagbók lögreglu þó nóttin hafi verið ívið rólegri en nóttin þar á undan.

Í Miðbænum var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll í gærkvöldi. Maður var sagður hafa ruðst inn í íbúðarhúsnæði og lagt þar allt í rúst. Var hann sagður hafa brotið tvær rúður og yfirgefði síðan íbúðina. Í íbúðinni var kona með börn og náði hún að komast inn í herbergi og læsa.

Tilkynnt var um umferðisslys í miðbænum en þá hafði bifreið verið ekið á hjólreiðamann og ökumaðurinn flúið vettvanginn. Að sögn vitna hafði ökumaðurinn verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn. Datt reiðhjólamaðurinn í götuna og var bifreiðinni ekið á hjólið. Ekki er getið um áverka en hjólreiðamaðurinn afþakkaði sjúkrabifreið á vettvangi. Málið er í rannsókn.

Í hverfi 104 voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar og var hann handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir vörslu fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Í miðbænum var bifreið stöðvuð og reyndist ökumaðurinn vera sviptur ökuréttindum. Um það bil klukkustund síðar var sami maður stöðvaður í sama hverfi og var þá kærður fyrir að aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi og akstur án réttinda.

Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

- Auglýsing -

Þá datt maður af rafmagnshlaupahjóli í Breiðholtinu. Var maðurinn talsvert kvalinn og gat lítið tjáð sig. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.

Í Breiðholtinu var ráðist á mann á bar og var hann fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild. Var árásaraðilinn handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Á Breiðholtsbraut var bifreið stöðvuð en ökumaðurinn reyndist vera aðeins 16 ára og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi. Var málið tilkynnt til foreldra og Barnaverndar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -