Deildarstjóri á leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur verið sendur í tímabundið leyfi, á meðan á rannsókn stendur yfir vegna samskipta deildarstjórans við undirmenn sína. Deildarstjórinn var viðriðinn framboð í liðnum sveitastjórnarkosningum.
Samkvæmt heimildum Mannlífs er málið margþætt en í grófum dráttum snýr það að óviðeigandi hegðun og samskiptaerfiðleikum, meðal annars í vinnuferð á hóteli í uppsveitum Borgarfjarðar. Hefur Deildarstjórinn verið í launuðu leyfi frá 9. maí.
Þorsteinn Hjartason, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs Árborgar staðfesti í samtali við Mannlíf að deildarstjórinn sé í leyfi: „Það hefur verið skoðun í gangi þar í starfsmannamálum en ég get ekki rætt það nánar, því miður.“
Mannlíf heyrði í deildarstjóranum sem vildi ekki tjá sig, að sögn sökum anna.