Hópur af erlendum mönnum hótuðu krökkum í Hafnarfirði í gærkvöld. Voru krakkarnir staddir á fótboltavelli sem mennirnir vildu fá að nota. Ekki kemur fram hvernig málinu lauk. Fyrr um kvöldið hafði lögregla verið kölluð til í sundlaug í Hafnarfirði vegna slyss sem átti sér stað.
Aðili brenndist illa á líkama í Hlíðahverfi í gær en ekki liggur fyrir hver líðan hans er að svo stöddu. Þá voru þjófar gripnir í verslun í Hlíðunum, auk þess að bifreið var skemmd í hverfinu. Þá barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi í miðbæ Reykjavíkur og fór lögregla á vettvang.
Einn aðili gekk of hratt um gleðinnar dyr í gær þegar hann var sóttur af lögreglu í skemmtigarð í Hafnarfirði en lögregla ók honum til síns heima. Lögregla hafði stuttu síðar afskipti af karlmanni í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Hafði hann ónáðað íbúa ítrekað. Nágrannar neyddust til að hringja á lögreglu.