Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Opnunarræða Ricky Gervais – Tók Felicity Huffman, Jeffrey Epstein og Leonardo DiCaprio fyrir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Golden Globe hátíðin fór fram í nótt og breski grínistinn Ricky Gervais var kynnir kvöldsins. Gervais er þekktur fyrir að gera grín að eldfimum málefnum en hann hefur stundum þótt fara yfir strikið.

Gervais hóf ræðu sína í nótt á að taka fram að þetta sé í síðasta sinn sem hann kynnir Golden Globe og því sé honum alveg sama þó hann gangi of langt með brandara sína.

Gervais gerði meðal annars grín að fangelsisvist leikkonunnar Felicity Huffman en hún sat í fangelsi í 11 daga í október vegna háskólasvindlsmálsins svo­kallaða.

Gervais tók Prince Andrew einnig fyrir sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna vináttu sinnar við kyn­ferðisaf­brota­mann­inn Jeffrey Epstein. Þá skaut Gervais einnig á sænsku baráttukonuna Gretu Thunberg og sömuleiðis á leikarann Leonardo DiCaprio svo dæmi séu tekin.

Grínistinn nýtti tækifærið þá að að greina frá því að ný sería af þáttum hans Afterlife er á leiðinni. Þeir þættir fjalla um mann sem glímir við þunglyndi eftir að hann missir eiginkonu sína. „Spoiler! Hann [aðalpersónan] svipti sig augljóslega ekki lífi. Ekki frekar en Jeffrey Epstein,“ sagði Gervais.

Ræðu Ricky Gervais er hægt að hlusta á í heild sinni á Facebook-síðu Golden Globe.

- Auglýsing -

Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -