Að mati Öldungaráði Múlasýslu lokar vinnslutillaga að nýju íþróttasvæði á Egilsstöðum, norðan við hjúkrunarheimilið Dyngju, algjörlega fyrir frekari þróun heilbrigðisstofnana á svæðinu sem sé nauðsynleg.
Samkvæmt frétt Austurfréttar kemur þetta fram í bókun ráðsins nýverið vegna vinnslutillagna sveitarfélagsins að nýju íþróttasvæði. Öldungaráðið telur tillögurnar ganga mun lengra en skipulagslýsing á svæðinu sem kynnt var á síðasta ári. Segir ráðið það miður því horfa þarf til framtíðar hvað varðar þjónustu við eldri borgara en ekki síst vegna ítrekaðra óska eldri borgara að á téðu svæði verði gert ráð fyrir íbúðum fyrir eldri borgara enda mikill skortur á slíku húsnæði. Að hafa slíkar íbúðar sem næst nauðsynlegri þjónustu sé allra hagur.
Beindi ráðið þeim tilmælum til sveitarstjórnar Múlaþings að svæðið næst Dyngju verði tileinkað íbúðum fyrir eldri borgara og að ráð verði gert fyrir frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma sem og annarri heilbrigðisþjónustu inn á umrætt íþróttasvæði.