Mánudagur 13. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári gagnrýnir brottrekstur Eggerts frá Festi: „Sýnir vel sjúkleika íslensk viðskiptalífs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands talar um brottrekstur Eggerts Þórs Kristóferssonar frá Festi í nýrri færslu á Facebook. Segir hann málið gott dæmi um sjúkleika íslensks viðskiptalífs.

Í færslunni talar Gunnar Smári um minnihlutaeigendur í fyrirtækinu sem hann segir stýra félaginu. Segir hann ennfremur að þessi sömu einkaaðilar hafi hefnt fyrir stuðning Eggerts við Vítalíu Lazarevu í máli er varðaði tvo af þessum einkaaðilum.

„Brottresktur Eggerts Þórs Kristó­fers­sonar frá Festi sýnir vel sjúkleika íslensk viðskiptalífs. Þrátt fyrir að félagið sé í miklum meirihluta í eigu lífeyrissjóðanna þá komast einkaaðilar sem eiga lítinn hlut upp með að stýra félaginu, hefna stuðnings Eggerts við Vítalíu Lazarevu sem afhjúpaði tvo stærstu einkahluthafa félagsins. Það er óþolandi með öllu að svona litlir karlar í hluthafahópnum geti stýrt félaginu þvert á hagsmuni annarra hluthafa.

Þeir hluthafar sem eiga meira en 1% í Festi eiga samanlagt 81,7% af hlutafénu. Þar af eiga lífeyrtissjóðir 70,8% en einkahluthafar aðeins 6,2%. Mismunurinn, 4,8% er í eigu banka og verðbréfasjóða.“

Að lokum birtir Gunnar Smári lista yfir stærstu hluthafa Festis.

„Þetta er listi yfir stærstu hluthafa Festis, feitletraðir eru einkaaðilarnir sem stjórna öllu í krafti aðgerðarleysis lífeyrissjóða.
  1. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild: 10,78%
  2. Gildi – lífeyrissjóður: 9,91%
  3. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: 9,83%
  4. Brú Lífeyrissjóður: 7,65%
  5. Birta lífeyrissjóður: 6.,8%
  6. Almenni lífeyrissjóðurinn: 4,61%
  7. Stapi lífeyrissjóður: 4,55%
  8. Frjálsi lífeyrissjóðurinn: 3,67%
  9. Festa – lífeyrissjóður: 3,26%
  10. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda: 2,96%
  11. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild: 2,53%
  12. Lífsverk lífeyrissjóður: 2,41%
  13. Stormtré ehf (Hreggviður Jónsson): 1,95%
  14. Íslandsbanki hf.: 1,87%
  15. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar: 1,84%
  16. Arion banki hf.: 1,77%
  17. Brekka Retail ehf. (Þórður Már Jóhannesson): 1,60%
  18. Kjálkanes ehf. (eigendur Gjögurs á Grenivík): 1,60%
  19. Landsbréf – Úrvalsbréf hs.: 1,12%
  20. Sjávarsýn ehf. (Bjarni Ármannsson) 1,0%„

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -