Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur átt erfitt með leyna depurð sinni vegna meirhlutasamstarfsins í Reykjavík sem dæmir Sjálfstæðisflokkinn til að vera í minnihluta enn eitt kjörtímabilið. Ósigur flokksins má eflaust rekja til sundrungar innan framboðsins og óánægju með brall Bjarna Benediktssonar formanns við sölu bréfanna í Íslandsbanka. Þá hefur Hildur sjálf staðið í mótbyr frá Mogganum vegna tengsla sinna við Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamann.
Þrátt fyrir niðurlæginguna er Hildur eldhress og klár í slaginn. Hún mætti Einari Þorsteinssyni, verðandi borgarstjóra, í Kastljósi opg var hin brattasta, rökvís og yfirveguð. Augljóst er að hún ætlar að veita öfluga stjórnarandstöðu. Hermt er að hún stefni hátt í flokknum og ætli sér aukin áhrif ….