- Auglýsing -
Samkvæmt nýrri ársskýrslu Matvælastofnunnar bárust alls 983 ábendingar á árinu. Flestar þeirra sneru að dýravelferð hunda og hrossa. Tæplega tvö hundruð ábendingar bárust MAST vegna dýravelferðar nautgripa, katta og sauðfés. Flestar ábendinganna voru vegna hunda eða rúmlega tvö hundruð talsins.
Fyrirspurnir sem bárust MAST voru 1828 talsins. Flestar voru vegna matvæla og fæðubótaefna en næst flestar fyrirspurnir tengdust innflutningi gæludýra. Ársskýrsluna má nálgast í heild sinni hér.