Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Lambið á Refsmýri var skotið – Lögreglan auglýsir eftir upplýsingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt Austurfrétt hefur nú fengist staðfest að lamb, sem hamurinn fannst af í Fellum í byrjun vikunnar, hafi verið skotið. Óskar lögreglan eftir vísbendingum sem hjálpað geta rannsókninni.

Komu ábúendur á bænum Refsmýri í Fellum að tómu skinninu á túni neðan við bæinn síðastliðinn mánudag. Hafði þar tveggja vikna gamalt lamb verið skorið á hol og kjötið hirt.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að tilkynning hafi borist lögreglunni á Austurlandi um málið á þriðjudagsmorgun. Var skinnið í kjölfarið sent til dýralæknis sem svo lagði mat sitt á dánarorsökum lambsins. Niðurstaðan var sú að lambið hefði verið skotið.

Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, stendur rannsókn málsins þar í dag. Engar vísbendingar hafi fundist um það hverjir hafi verið að verki. Af þeim sökum er óskað eftir að hver sá einstaklingur sem hafi vitneskju um málið hafi samband við lögregluna á netfangið [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -