Nýtt og spennandi tölublað Mannlífs er komið út, bæði í vefútgáfu og á prenti. Prentaða útgáfu má nálgast ókeypis í Bónus, Hagkaup og á N1.
Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir – Gugga – segir í einlægu viðtali frá lífshlaupi sínu; vændi, ofbeldi, fíkniefnaneyslu og ástinni sem hún fann og missti.
Hinir útskúfuðu – mennirnir sem hafa undanfarin misseri verið sakaðir um hin ýmsu kynferðisbrot eða misferli. Hvað voru þeir sakaðir um og hvar eru þeir núna?
Í baksýnisspeglinum segir frá fjölþreifnum presti og samskiptum hans við heitkonu biskups og móður.
Landslagsarkitekt ræðir um hlutverk garðsins í nútímasamfélagi og skrúðgarðyrkjumeistari segir frá fjölbreyttum störfum sínum.
Sakamálið, helgarpistillinn, fjögur á förnum vegi, matgæðingurinn og fleiri fastir liðir eru á sínum stað, ásamt mörgu öðru skemmtilegu.
Blaðið má lesa hér.