Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Rútínan og kærastan eru jarðtengingin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin ár á milli þess sem hljómsveitin þeytist um allan heim á tónleikaferðalögum. Hann segir líf sitt hafa gjörbreyst síðustu ár frá því að vera ungur maður í Mosfellsbæ í venjulegu vernduðu umhverfi.

 

Hvernig er að upplifa það að vera orðinn svona þekktur? Bæði úti og hér heima, hver er munurinn?
„Ég finn ekki svo mikið fyrir því, satt að segja,“ segir Jökull hógvær. „Það er auðvitað alltaf gaman ef fólk hefur ánægju af því sem að þú ert að gera og maður finnur ef til vill meira fyrir því að fólk þekki mann þá daga sem maður er að spila í vissri borg það sama kvöld.“

Hvernig höndlarðu frægðina?
„Vel, vona ég,“ segir Jökull blátt áfram. „Ég reyni einfaldlega að einbeita mér að því sem þetta snýst um fyrir mig, tónlistinni. Þetta líf getur verið, eins og áður sagði, nokkuð öðruvísi en maður þekkti svo mér finnst gott að koma mér upp rútínum og reyna að jarðtengja mig þannig. Svo á ég líka frábæra kærustu sem styður mig og ég á gott bakland heima á Íslandi.“

„Eins og ég sagði áður þá er „frægð“ ekki beint eitthvað sem hefur endilega áhrif á mig dagsdaglega. Aftur á móti hefur líf mitt gjörbreyst síðustu ár frá því að vera ungur maður í Mosfellsbæ í venjulegu vernduðu umhverfi.“

En hverju hefur frægðin breytt fyrir þig persónulega?
„Eins og ég sagði áður þá er „frægð“ ekki beint eitthvað sem hefur endilega áhrif á mig dagsdaglega. Aftur á móti hefur líf mitt gjörbreyst síðustu ár frá því að vera ungur maður í Mosfellsbæ í venjulegu vernduðu umhverfi. Tónlistin mín hefur tekið mig út um allan heim og ég er mjög heppinn að vera í þeirri stöðu að fá að ferðast og vinna við það sem ég elska.“

Jökull hefur áður viðurkennt að aðdáendur geti verið aðgangsharðir, sérstaklega á Netinu, en hann hefur ekki tiltekið neinar sérstakar uppákomur. Spurður hvort hann hafi aldrei lent í einhverjum vandræðalegum eða erfiðum atvikum af hendi aðdáenda vill hann sem minnst úr því gera.
„Það er ekkert sérstakt atvik sem ég man eftir,“ segir hann. „Við erum með góðan hóp af fólki sem hjálpar okkur, líka við að fá þann frið og næði sem við þurfum í kringum tónleikahald. Það er auðvitað alltaf gaman að tala við aðdáendur og mér finnst það líka magnað hvað fólk leggur á sig til að koma á tónleika alls staðar að úr heiminum. Á síðustu tónleikum í Texas í desember var til dæmis stór hópur frá Suður-Afríku kominn alla leið til Texas á tónleikana.

Svo er það ótrúlegt hvað Íslendingar virðast leynast alls staðar. Við erum nánast alltaf með einhverja Íslendinga í salnum sama hvar við erum að spila í heiminum.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Jökul í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -