Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Gugga talar um sorgina: „Ég var í 20 mánuði lokuð hérna inni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir. Kölluð Gugga. Byrjaði ung að drekka og dópa. Innbrot. Vændi. Ofbeldi. Varð vitni að morði. Hún kynntist ástinni sinni í neyslu og ástin dó síðar úr krabba. Hún syrgir Jóa sinn, en bæði fóru í meðferð og áttu saman nokkur ár edrú. Í dag er hún öryrki og segist vera góð við dýr og menn. Hver eru skilaboð Guggu til þeirra sem eru að prófa? Prófa að drekka. Dópa. „Helst vildi ég að þessir krakkar segðu „nei“.“ Hún ræðir við Svövu Jónsdóttur, lítur yfir farinn veg og talar í einlægni um það sem á daga hennar hefur drifið.

Sorgin. Gugga talar um sorgina.

„Ég var í 20 mánuði lokuð hérna inni. Ég átti erfitt með að fara í sturtu; þrífa mig og elda mat. Ég bara fór með dýrin út og gaf þeim að borða. Jú, ég þurfti náttúrlega að fara í búðina og ég fór stundum út að borða með stelpunum. En ég var með ofboðslega mikinn kvíða og rosalega mikið þunglyndi og ég hugsaði um Jóa allan daginn. Ég var svona langt niðri í 20 mánuði og þá fór ég að léttast og er ekki svona sorgmædd í dag. Ég er miklu glaðari, en ég var sett á þunglyndislyf. Ég segi ekki að ég sé kvíðalaus og þunglyndið er ekkert alveg farið. En ég fékk áhuga á íbúðinni sem er alltaf hrein og fín og það er alltaf vel þurrkað af öllu og gólfið er hreint og dýrin fá vel að borða. Ég hitti vinkonurnar og ég er byrjuð aftur á AA-fundum. Ég fór ekki á fundi í sjö mánuði eftir að Jói dó. Ég var svo ofboðslega sorgmædd. Þetta er allt öðruvísi sorg en sú sorg sem ég upplifði þegar ég var í neyslu. Þessi er miklu dýpri og heilbrigðari.“

Hún saknar Jóa. Hún saknar raddar hans. Hlátursins. „Hann var ofsalega mikill karakter, hann Jói minn. Hann var stór karakter og lífið er pínu litlausara eftir að hann fór. Ég var ofsalega einmana þegar hann fór. Mér fannst ég missa helminginn af mér og hluta af hjartanu. Mér fannst hjartað í mér deyja þegar hann dó og það var ekkert líf í augunum á mér.“

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -