Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hér eru nöfn stelpnanna okkar sem fara á HM – Ísland í sterkum riðli!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta tilkynnti í dag hópinn sem fer á Evrópumótið í knattspyrnu 2022. Mótið fer fram í Englandi í sumar en Þorsteinn valdi 23 leikmenn í hópinn.

Þetta er í fjórða sinn í sumar þar sem íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í knattspyrnu. Liðið hefur áður farið á mótin 2009, 2013 og 2017. Ísland þykir vera í nokkuð sterkum riðli en Belgar, Frakkar og Ítalir eru með Íslandi í D riðli.

Mótið fer fram á Englandi en Stelpurnar okkar spila fyrstu tvo leiki sína Manchester City Academy Stadium í Manchester. Því næst halda þær til New York Stadium sem er þó í Rotherham.

Þeir leikmenn í hópnum sem hafa skorað flest mörk fyrir landsliðið eru Dagný Brynjarsdóttir (34 mörk – 101 leikir), Sara Björk (22 mörk – 138 leikir) og Elín Metta Jensen (16 mörk – 59 leikir). Leikjahæsti leikmaður hópsins er Sara Björk Gunnarsdóttir með 138 landsleiki alls en á eftir henni kemur Hallbera Gísladóttir með 127 leiki.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur verið að gera það gott og mikill áhugi er á liðinu. Sá leikmaður sem fylgst verður vel með er Sveindís Jane Jónsdóttir. Sveindís er 21 árs og hefur spilað vel með stórliði Wolfsburg þegar hún hefur spilað – alls 3 mörk á einungis 303 mínútum í deild. Hún hefur nú þegar skorað sex mörk í 18 landsleikjum fyrir Ísland.

- Auglýsing -

Hópurinn:

Framherjar:

Amanda Andradóttir – Kristianstads DFF

Berglind Björg Þorvaldsdóttir – Brann

- Auglýsing -

Agla María Albertsdóttir – Häcken

Elín Metta Jensen – Valur

Svava Rós Guðmundsdóttir – Brann

Sveindís Jane Jónsdóttir – VfL Wolfsburg

Markmenn:

Sandra Sigurðardóttir – Valur

Cecilía Rán Rúnarsdóttir – FC Bayern München

Telma Ívarsdóttir – Breiðablik

Miðjumenn:

Sara Björk Gunnarsdóttir – Olympique Lyonnais

Dagný Brynjarsdóttir – West Ham United

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Orlando Pride

Alexandra Jóhannsdóttir – Eintracht Frankfurt

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – FC Bayern München

Selma Sól Magnúsdóttir – Rosenborg

Varnarmenn:

Hallbera Guðný Gísladóttir – IFK Kalmar

Glódís Perla Viggósdóttir – FC Bayern München

Sif Atladóttir – Selfoss

Elísa Viðarsdóttir – Valur

Ingibjörg Sigurðardóttir – Vålerenga

Guðrún Arnardóttir – FC Rosengård

Guðný Árnadóttir – A.C. Milan

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir – Breiðablik

Leikir Íslands á mótinu:

Sunnudagur 10. júlí – Belgía gegn Íslandi. 16.00

Fimmtudagur 14. júlí – Ítalía gegn Íslandi – 16.00

Mánudagur 18. júlí – Frakkland gegn Íslandi – 19.00

 

Þorsteinn mun að endingu staðfesta lokaleikmannahópinn sinn fyrir mótið 28. júní.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -