Tónlistarmaðurinn og Stuðmaðurinn, Valgeir Guðjónsson og kona hans Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, starfrækja menningarhús fjölskyldunnar, Bakkastofu, á Eyrarbakka. Í menningarhúsinu er boðið upp á dagskrá sem er blanda af tónlist, samveru og sögustundum. Tónlistin og textar eru öll eftir Valgeir en Ásta er sérfróð um menningararfinn á 19. öld.
Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður hjá Morgunblaðinu hitti fyrir hjónin sem eru að æfa fyrir stórtónleika sína sem haldnir verða á sjálfan þjóðhátíðardaginn í Skálholti.
Ásta segir að; „Hugmyndin að veglegum Saga Musica-tónleikum vaknaði þegar Valgeir varð svona veikur. Við tókum þessa stefnu þegar við gerðum okkur grein fyrir að það gat brugðið til beggja vona.“
Valger talaði um að hafa liðið örlítið skringilega: „Ég var búinn að vera svolítið skrítinn og svo fann ég hnúð í náranum í fyrravor. Ég fór í bæinn og fór fyrst í sneiðmyndatöku og svo fleiri myndatökur og loks var ég skorinn til að taka sýni úr náranum til að greina þetta æxli.“
Ásta útskýrir að greiningarferlið allt hafa tekið töluverðan tíma áður en meðferð hófst. „Þegar í ljós kom að meinið var illkynja var hann settur í jáeindaskannann og þá kom í ljós að krabbameinið hefði dreift sér í alla eitla og inn í merg. Þetta var mjög langt gengið þó hann hafi fundið lítið til.“
Valgeir talar um að hafa verið slappur. „Mér var ekki illt en ég var slappur og ég finn enn að ég er ekki alveg á fullu gasi. Áður en meðferðin hófst vorum við það lánsöm að samtal var strax á milli sérfræðinga á Landspítalanum og okkar mæta krabbameinslæknis hér á Suðurlandi.“ .
„Þetta er banvænn sjúkdómur og okkur var strax gert það ljóst. Framfarir í krabbameinslækningum hafa orðið miklar á undanförnum árum. Fræðsla um stöðuna og meðferðina sem binda má vonir við getur skipt sköpum fyrir þá sem í hluta eiga. Sigurðar Böðvarsson, krabbameinslæknir, veit hversu þýðingarmikið það er að sjúklingar og aðstandendur séu upplýstir og þannig virkir í ferlinu. Hann tók okkur í læri og fór með okkur í gegnum eðli eitlakrabbameins og þá lyfjameðferð sem er í boði. Tveimur meginúrræðum var beitt; líftæknilyfi sem ræðst beint á krabbameinsfrumurnar en samhliða breiðvirkandi lyfi sem ræðst á allar frumurnar,“ segir Ásta.
„Staða Valgeirs var sú að hann þurfti á kröftugri meðferð að halda og fékk því tvöfaldan skammt af breiðvirkandi lyfjameðferð. Við bárum mikið traust til læknanna. Við ákváðum að taka veikindunum með eins jákvæðu hugarfari og okkur var unnt og leyfðum okkur ekki að missa vonina. Við fengum svo þær fréttir nú um áramótin að hann væri sloppinn og var það besta áramótagjöfin,“ segir Ásta og segist hafa vafið mann sinn í bómull á meðan hann gekk í gegnum sex mánaða lyfjameðferð.
Blaðamaður spyr: Varstu hræddur um að deyja Valgeir?
„Nei, ég tók þann pól í hæðina að einhvern veginn myndi þetta allt ganga.“
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni inn á Morgunblaðinu.