Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Valgeir Guðjónsson: „Kom í ljós að krabba­meinið hefði dreift sér í alla eitla og inn í merg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tón­list­armaður­inn og Stuðmaður­inn, Val­geir Guðjóns­son og kona hans Ásta Kristrún Ragn­ars­dótt­ir, náms­ráðgjafi og rit­höf­und­ur, starf­rækja menn­ing­ar­hús fjöl­skyld­unn­ar, Bakka­stofu, á Eyr­ar­bakka. Í menningarhúsinu er boðið upp á dag­skrá sem er blanda af tónlist, sam­veru og sögu­stund­um. Tón­list­in og text­ar eru öll eft­ir Val­geir en Ásta er sér­fróð um menn­ing­ar­arf­inn á 19. öld.

Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður hjá Morgunblaðinu hitti fyr­ir hjón­in sem eru að æfa fyr­ir stór­tón­leika sína sem haldn­ir verða á sjálf­an þjóðhátíðardag­inn í Skál­holti.

Ásta segir að; „Hug­mynd­in að veg­leg­um Saga Musica-tón­leik­um vaknaði þegar Val­geir varð svona veik­ur. Við tók­um þessa stefnu þegar við gerðum okk­ur grein fyr­ir að það gat brugðið til beggja vona.“

Valger talaði um að hafa liðið örlítið skringilega: „Ég var bú­inn að vera svo­lítið skrít­inn og svo fann ég hnúð í nár­an­um í fyrra­vor. Ég fór í bæ­inn og fór fyrst í sneiðmynda­töku og svo fleiri mynda­tök­ur og loks var ég skor­inn til að taka sýni úr nár­an­um til að greina þetta æxli.“

Ásta útskýrir að grein­ing­ar­ferlið allt hafa tekið tölu­verðan tíma áður en meðferð hófst. „Þegar í ljós kom að meinið var ill­kynja var hann sett­ur í já­eindaskann­ann og þá kom í ljós að krabba­meinið hefði dreift sér í alla eitla og inn í merg. Þetta var mjög langt gengið þó hann hafi fundið lítið til.“

Valgeir talar um að hafa verið slappur. „Mér var ekki illt en ég var slapp­ur og ég finn enn að ég er ekki al­veg á fullu gasi. Áður en meðferðin hófst vor­um við það lán­söm að sam­tal var strax á milli sér­fræðinga á Land­spít­al­an­um og okk­ar mæta krabba­meins­lækn­is hér á Suður­landi.“ .

- Auglýsing -

„Þetta er ban­vænn sjúk­dóm­ur og okk­ur var strax gert það ljóst. Fram­far­ir í krabba­meins­lækn­ing­um hafa orðið mikl­ar á und­an­förn­um árum. Fræðsla um stöðuna og meðferðina sem binda má von­ir við get­ur skipt sköp­um fyr­ir þá sem í hluta eiga. Sig­urðar Böðvars­son, krabba­meins­lækn­ir, veit hversu þýðing­ar­mikið það er að sjúk­ling­ar og aðstand­end­ur séu upp­lýst­ir og þannig virk­ir í ferl­inu. Hann tók okk­ur í læri og fór með okk­ur í gegn­um eðli eitlakrabba­meins og þá lyfjameðferð sem er í boði. Tveim­ur meg­in­úr­ræðum var beitt; líf­tækni­lyfi sem ræðst beint á krabba­meins­frum­urn­ar en sam­hliða breiðvirk­andi lyfi sem ræðst á all­ar frum­urn­ar,“ seg­ir Ásta.

„Staða Val­geirs var sú að hann þurfti á kröft­ugri meðferð að halda og fékk því tvö­fald­an skammt af breiðvirk­andi lyfjameðferð. Við bár­um mikið traust til lækn­anna. Við ákváðum að taka veik­ind­un­um með eins já­kvæðu hug­ar­fari og okk­ur var unnt og leyfðum okk­ur ekki að missa von­ina. Við feng­um svo þær frétt­ir nú um ára­mót­in að hann væri slopp­inn og var það besta ára­móta­gjöf­in,“ seg­ir Ásta og seg­ist hafa vafið mann sinn í bóm­ull á meðan hann gekk í gegn­um sex mánaða lyfjameðferð.

Blaðamaður spyr: Varstu hrædd­ur um að deyja Val­geir?

- Auglýsing -

„Nei, ég tók þann pól í hæðina að ein­hvern veg­inn myndi þetta allt ganga.“

 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni inn á Morgunblaðinu.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -