Allir viðbragðsaðilar voru settir í viðbragðsstöðu á Keflavíkuflugvelli í nótt eftir að rauðu neyðarstigi var lýst yfir. Farþegaþota, frá flugfélaginu Play, var á leið frá Malaga til Keflavíkur og lenti klukkan rúmlega hálf tvö í nótt.
Greindi RÚV frá því að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki liggur fyrir hversu alvarlegt tilfellið var. Vélininni, sem var af gerðinn Airbus 320, var ekið beint að austurhlaði flugvallarins en ekki að flugstöðinni til þess að tryggja öryggi. Neyðarstiginu var aflétt skömmu síðar en 105 manns voru um borð í vélinni.