Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hótaði fólki í stigagangi – Ógnandi menn gistu saman á Hverfisgötunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt dagbók lögreglu voru þrír menn handteknir í nótt fyrir hótanir og ógnandi hegðun. Sá fyrsti var handtekinn í Hafnarfirði en var sá í annarlegu ástandi. Maðurinn var mjög æstur þegar lögreglu bar að garði og gisti hann í fangaklefa.

Annar maðurinn var staddur í Breiðholti, inni á stigagangi fjölbýlis, en sá var einnig í annarlegu ástandi. Þegar að lögregla mætti á svæðið neitaði hann a fylgja fyrirmælum og var því lítið annað í stöðunni en að handtaka manninn. Þriðji og síðasti maðurinn var staddur í Mosfellsbæ þar sem hann hótaði fólki. Sá er einnig grunaður um brot á reglugerð um skotelda og líkamsárás. Allir þrír gistu bak við lás og slá.

Þá var brotist inn í verslun í miðbæ Reykjavíkur og sjóðsvél stolið. Lögregla rannsakar nú málið. Drukkinn ökumaður var stöðvaður á Suðurlandsveg við Bláfjöll. Auk þess hafði maðurinn einum farþega of mikið með sér í bílnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -