Sirrý Arnardóttir, kennari og fjölmiðlakona skrifaði færslu á Facebook-vegg sínum í dag sem snerti hjartastrengi lesenda.
Í færslunni talar hún um konu ógleymanlegt viðtal sem hún átti við konu að nafni Steinunn Jakobsdóttur fyrir þáttinn „Fólk með Sirrý“. Þá var Steinunn lífsglöð ung kona með tvö myndarleg börn og ræktaði skemmtilega hunda. Skömmu síðar fékk hún heilablóðfall og við það missti Steinunn nánast allt. Í dag, 18 árum síðar, má hún gera sér það gott að lifa af 16 þúsund krónum á mánuði eftir að reikningarnir hafa verið greiddir. Skorar Sirrý á stjórnmálafólk og fjölmiðlafólk í færslunni. Sirrý gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna í heild sinni. Hún er hér að neðan:
,,Reynir að lifa af sextán þúsund krónum á mánuði“ er fyrirsögn í Fréttablaðinu um helgina. Mér er nóg boðið. Hversu mikið er hægt að taka af fólki?