Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.9 C
Reykjavik

Össur vill nýjan formann í stað Loga: „Flokkurinn hefur hrakist eins og sprek“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvenær ætlar Samfylkingin að kalla þessa efnilegustu konu íslenskra stjórnmála til forystu?“ spyr Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og alþingismaður og ráðherra til margra ára. Spurninguna ber hann upp í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.

„Hnífskarpur greinandi með pólitíska framtíðarsýn sem hefur svo sárlega skort síðustu árin, þegar flokkurinn hefur hrakist einsog sprek án sýnilegs sjókorts -og uppskorið fylgi í samræmi við það,“ segir Össur, ómyrkur í máli. Hann sendir forystu síns gamla flokks pillu í leiðinni og ljóst að honum þykir ekki rétt raðað í forystusætin.

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir

„Öfugt við síðustu formenn hefur hún erindi, sem nær bergmáli. Hvenær ætlar Logi formaður að láta nótt sem nemur og lýsa stuðningi við að Kristrún Frostadóttir verði leiðtogi flokksins sem fyrir 20 árum var helmingi stærri en Sjálfstæðisflokkurinn er í dag? Mín trú er að atgervi og geta Kristrúnar geti aftur lyft Samfylkingunni í oddaaðstöðu í íslenskum stjórnmálum.“ Hann telur það gott merki að Kristrún virðist vekja ugg hjá mótherjum flokksins, en spjót þeirra hafa staðið að henni eftir að hún kom fram á sviði stjórnmálanna. „Spyrjið andstæðingana – eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann er Kristrún.“

Logi Einarsson

Össur skipar sér þarna í raðir þeirra sem rætt hafa um Kristrúnu sem vonarstjörnu Samfylkingarinnar og ljóst að ekki getur talist amalegt að fá meðbyr frá fyrrum formanni sem skilaði flokknum sögulegu fylgi á sínum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -