Í Sjóaranum ræðir Reynir Traustason við Elías Svavar Kristinsson, stýrimann með meiru. Elías Svavar ræðir um skipsskaða, síldveiðar, fyirferðarmikla Íslendinga á Hjaltlandi og margt fleira.
Aðspurður hvort hann hafi lent í einhverjum ævintýrum á sjónum, svarar Elías:
„Já, fjölda mörgum ævintýrum.
Ég var í Norðursjónum og það var mikil gleði þega við komumst í land þar; lönduðum í Danmörku. Svo vorum við fastagestir í Leirvík á Hjaltlandi. Það var talsvert mikil gleði þar. Heimamönnum fannst það heldur mikið.“
Voruð þið fyrirferðarmiklir, Íslendingarnir?
„Já, frekar. Og það voru allra þjóða kvikindi, Rússar og Norðmenn.“
Mikið drukkið og slegist?
„Já, það var svolítið slegist. Mikið drukkið.“