Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Þingmaður syrgir unga dóttur sína sem lést skyndilega: „Í þér bjó sannarlega frumkraftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski þingmaðurinn frá Illinois, Sean Casten syrgir nú fráfall 17 ára dóttur sinnar, Gwen sem lést fyrr í vikunni. Eonline.com segir frá málinu í dag.

„Þennan morgun lést Gwen, ástkær dóttir Castens þingmanns,“ sagði í tilkynningu frá skrifstofu þingmannsins þann 13. júní. „Casten fjölskyldan biður um næði og mun ekki gefa frá sér frekari athugasemdir á þessum átakalega tíma.“

Ekki hefur dánarorsökin verið gefin upp enn sem komið er.

Gwen útskrifaðist frá Downers Grove North High School menntaskólanum í maí og ætlaði sér að stunda nám í háskólanu í Vermont í haust þar sem hún ætlaði að stunda nám í umhverfisvísindum, samkvæmt Instagram-reikningi hennar. Eftir fráfall hennar gaf valdeflingaklúbburinn sem hún stofnaði í menntaskóla sínum og stjórnaði, frá sér nokkur falleg orð um hana á Instagram og sagði hana hafa verið „elskaða af öllum.“

„Það fæst ekki lýst með orðum hversu mikið við söknum hennar,“ stóð ennfremur í færslunni. „Hún var svo elskuð og áhrif henna mun lifa að eilífu innan samfélags okkar. Þakka þér Gwen fyrir allt sem þú hefur gert til að hafa áhrifa á líf okkar og fylla það af ást á jákvæðni. Í þér bjó sannarlega frumkraftur. Við munum sakna þín.“

Fyrr á þessu ári kom Gwen fram í kosningamyndskeiði föður síns og studdi föður sinn í að komast á þing þriðja kjörtímabilið fyrir Demókrataflokkinn. Í myndbandinu talar Gwen um að á árinu verði hún 18 ára og að 2022 verði stórt ár og „fullt af tímamótum, til dæmis fyrsta kosningin mín.“

- Auglýsing -

Þingmaðurinn á einnig 15 ára dótturina Aubrey, ásamt konu sinni Kara.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -