Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af karlmanni í Grafarvogi í gær. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og hélt áfram að ónáða fólk, þrátt fyrir afskipti lögreglu. Það var um kvöldmatarleyti þegar maðurinn var að lokum handtekinn. Þegar komið var niður á Hverfisgötu fundust fíkniefni á manninum en er hann einnig grunaður um þjófnað.
Um svipað leyti varð þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngunum. Enginn slasaðist en tafir urðu á umferð í kjölfarið. Þá stöðvaði lögregla bifreið í miðbænum seint í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk vörslu fíkniefna. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu nokkuð róleg.