- Auglýsing -
Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina samkvæmt færslu sem birtist á Facebook-síðu hennar. Þar er samantekt af tilkynningum, útköllum og aðgerðum sem lögreglan sinnti í umdæminu.
- 23 líkamsárásir, þar af þrjár alvarlegar
- 14 útköll vegna heimilisofbeldis
- Fjögur innbrot tilkynnt
- Fimm þjófnaðir tilkynntir
- 29 ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur
- Þrír ökumenn teknir fyrir að aka á nagladekkjum
- Afskipti af hátt í 20 ótryggðum og óskoðuðum bílum
Til samanburðar kom fram í skýrslu lögreglu frá apríl að 130 tilkynningar um ofbeldisbrot og 75 vegna heimilisofbeldis hefðu borist í öllum mánuðinum. Höfðu þá tilkynningum í þessum tveimur flokkum farið fjölgandi á milli mánaða.