Bandaríski stórleikarinn Kirk Douglas lést 5. febrúar, 103 ára gamall. Hann gekk þannig frá sínum málum að nær allar hans eigur renna til góðgerðarmála en eignir hans eru metnar á upphæð sem nemur um sjö milljörðum króna.
Féið mun að mestu renna til góðgerðafélagsins Douglas Foundation sem Kirk setti á laggirnar.
Í fréttum er tekið fram að sonur hans, Michael Douglas, fái ekki krónu í arf frá föður sínum. Þeir feðgar voru afar nánir og það var Michael sem tilkynnti um andlát föður síns í einlægri færslu á Instagram.
„Það er með mikilli sorg í hjarta að við bræðurnir tilkynnum að Kirk Douglas kvaddi okkur í dag, 103 ára gamall,“ skrifaði hann. Kirk átti fjóra syni.