Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Spenntir að hefja hvalveiðar í dag – „150 – 160 hvalir en svo fer þetta eftir veðri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefnt er að því að hefja hvalveiðar á ný í dag en síðastliðin fjögur ár hafa engir hvalir verið veiddir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, var rætt við hluta áhafnar hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9, sem voru að undirbúa brottför fyrir daginn í dag.

Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8, sagðist hlakka til þar sem nú væri vertíð framundan. „Við erum náttúrlega bara að gera klárt,“ sagði hann og bætti við að hann reiknaði með að skipið myndi halda út til sjós á morgun.

Þá sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf, í samtali við Mannlíf fyrr á árinu að hvalkjötið yrði flutt að mestu leyti til Japans. „Kvótinn er 161 hvalur plús  20 prósent í viðbót frá fyrra ári. Eins og þetta hefur verið undanfarin ár hefur þetta verið kannski 150 – 160 hvalir en svo fer þetta eftir veðri,“ sagði Kristján en fréttina má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -