Ingvari Hreinssyni, Sigurði Ægissyni og Örlygi Kristfinnssyni lögðu fram erindi til bæjarráðs Fjallabyggðar, ásamt yfirlýsingu sjónarvotts dags. 20. júní 2022, vegna leyfis til skotveiða á Siglufirði. Bæjarráð tekur undir með þeim að fara verði að öllu með gát þannig að tegundir á válista séu ekki felldar.
Í erindinu kemur fram að það skotveiðileyfi sem Fjallabyggð hefur samþykkt gildi ekki á þeim varpsvæðum sem þeim hefur verið falin umsjá með og er farið fram á staðfestingu bæjarráðs á þeim skilningi.
Á miðlinum Trölla kemur fram að bæjarráð hafi þakkað Ingvari, Sigurði og Örlygi fyrir erindið og áréttað að það sé umsjónaraðilum hvers svæðis í sjálfs vald sett hvernig þeir nýta þjónustu þeirra sem hafa leyfi til fellingar á vargfugli.