Hver hefur ekki heyrt talað um A- eða B- týpuna? Í þessu samhengi er vanalega átt við mismunandi svefnmynstur hjá fólki. Nú hafa vísindin sýnt fram á að til eru mismunandi grundvallarmynstur.
Í daglegu tali er talað um að A-manneskjur séu hressu týpurnar, vakna snemma á morgnana, en þreytast líka snemma. Á meðan B-manneskjur vakna seint, en geta aftur á móti haldið sér vakandi langt fram eftir kvöldi.
Ræðst af genum
Vísindamenn hafa rannsakað þessa kenningu og komist að því að svefnvenjur stjórnast af erfðum. Þessar niðurstöður komu fram í rannsókn sem var framkvæmd á árinu 2017 af bandarískum vísindamönnum.
Sama ár skilgreindi rússneski svefnrannsakandinn Arcady A. Putilov enn nánar A- og B-manneskjur, en hann vill meina að fólk skiptist í fleiri en bara tvo hópa. Hann hefur skilgreint fólk niður í nokkra ólíka svefnvenjuhópa.
Gæti skipt sköpun fyrir þróun mannsins
1. Morguntýpan (A-manneskja)
A-fólk er hresst á morgnana og í meðallagi hresst um miðjan dag en þreytist snemma kvölds.
2. Kvöldtýpan (B-manneskja)
B-fólk er þreytt á morgnana, í meðallagi hresst um miðjan dag og hresst á kvöldin.
3. Virka týpan
Þessi hópur er venjulega frekar ferskur allan daginn.
4. Hádegislúratýpan
Byrjar daginn hress, þreytist um miðjan dag og endar sæmilega hress að kvöldi til.
5. Dagtýpan
Þessi hópur byrjar daginn rólega, er sérlega hress um miðjan dag og endar daginn sæmilega hress.
6. Meðallagstýpan
Þessi hópur hefur jafna en frekar lága orku allan daginn.
Heimild: