Hvað er ofurfæða?
Næringarlega séð er ekkert til sem heitir ofurfæða. Hugtakið var búið til í markaðslegum tilgangi til að hafa áhrif á matarþróun og selja vörur. Matvælaiðnaðurinn gefur næringarríkum matvælum ofurfæðumerkið en það eru matvælin sem geta haft jákvæð áhrif á heilsuna.
Þó að hægt sé að lýsa mörgum matvælum sem frábærum, þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er engin ein tegund matvæla sem er lykillinn að góðri heilsu eða forvörn gegn sjúkdómum. Matvæli sem eru sögð ofurfæða eiga það sameiginlegt að vera ýmist stútfull af vítamínum, andoxunarefnum eða hjálpa til við að vinna gegn sjúkdómum.
Hugtakið „ofurfæða“ virðist vera komið til að vera og gæti því verið tilefni til þess að skoða nokkra holla valkosti nánar þegar kemur að valinu í matarkörfuna.
Hér eru 16 matvæli sem teljast ,,ofurfæða‘‘.
1. Spínat
2. Ber
3. Grænt te
4. Egg
5.Belgjurtir
6. Fræ og hnetur
7.Kefir
8. Hvítlaukur
9. Ólívu olía
10. Engifer
11. Túrmerik
12. Lax
13. Avocado
14. Sætar kartöflur
15. Sveppir
16. Þang
Heimild: Healthline