Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Jóninna Margrét lést af völdum COVID-19: „Hún var afskaplega vönduð og góð kona og minn allra besti vinur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóninna Margrét Pétursdóttir, lést á Landspítalanum 23. mars, 71 árs að aldri. Jóninna lést af völdum COVID-19 kórónaveirunnar, og er fyrsti íslendingurinn sem deyr af völdum heimsfaraldursins. Var hún flutt mikið veik á LSH viku áður, 16. mars, en fram að því hafði hún ekki sýnt nein einkenni veirunnar.

Eiginmaður hennar, sem er 75 ára gamall, liggur á gjörgæslu LSH mikið veikur, en ástand hans hefur verið stöðugt síðustu daga.

Þröstur Reynisson sonur hjónanna, skrifaði færslu í Facebook-hópinn Kórónuveiran-COVID-19 daginn eftir andlát móður sinnar, þar sem hann hvatti fólk til að taka ástandinu alvarlega og hætta að haga sér eins og hálfvitar:

„Sjálfsagt er flestum að verða ljóst að litla landið okkar hefur þurft að þola sitt fyrsta dauðsfall af völdum Covid 19 veirunnar, þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langar mig að sem flest okkar læri eitthvað af þessu. Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“

„Hún var ein þegar andlátið bar að garði“

Í viðtali við Stundina í dag segir Þröstur að mjög erfitt sé að vita til þess að móðir hans hafi verið ein þegar hún kvaddi. Þröstur gat ekki kvatt móður sína á dánarbeðinu og talaði síðast við hana í síma á laugardeginum, faðir hans, elsti bróðir og frænka hittu hana hins vegar. „Mér skilst að hún hafi þó getað heyrt í ansi mörgum í gegnum síma. En hún var ein þegar andlátið bar að garði. Það er mjög erfitt að vita til þess, þetta er nú ein birtingarmynd þess hvaða áhrif þessi veira hefur,” segir Þröstur við Stundina og telur hann að móðir hans hafi vitað að hverju dró í veikindum sínum.

- Auglýsing -

Jóninna var astmasjúklingur, en sjúkdómurinn hafði ekki áhrif á daglegt líf hennar, hún tók sín lyf og lifði eðlilegu og virku lífi, að sögn Þrastar. Hið sama er um föður hans að segja, hann hafi ekki glímt við nein veikindi þar til hann smitaðist af COVID-19 kórónaveirunni.

„Hún var afskaplega vönduð og góð kona og minn allra besti vinur,“ segir Þröstur um móður sína heitna.

Þröstur brýnir fyrir fólki að veirusýkingin sé dauðans alvara og allir, með engum undantekningum, verði að hlýða fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, fyrir sig sjálfa og fyrir meðborgarana.

- Auglýsing -

Lesa má viðtalið við Þröst í Stundinni hér. 

Samkvæmt upplýsingum á covid.is í dag kl. 13 eru staðfest smit hér á landi 1.086, 30 liggja á sjúkrahúsi, þar af tíu manns á gjörgæslu. 9.236 manns eru í sóttkví og 927 eru í einangrun. 139 manns er batnað og 5.427 manns hafa lokið sóttkví.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -