Vítalía Lazareva og Arnar Grant hafa verð kærð til héraðssaksóknara. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun en eru kærendur þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Kæran er fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. Má rekja málið til sumarbústaðaferðarinnar sem Vítlía sagði frá í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í janúar síðastliðnum.
Þá er greint frá því í dag að Vítalía hafi komið í bústaðinn eftir miðnætti en þar hafi allir verið orðnir ölvaðir. Mennirnir hafi ekki heyrt frá henni fyrr en ári eftir atvikið þar sem hún sagðist ætla að leita réttar síns eftir atvik umrætt kvöld. Kæran á hendur þeim Vítalíu og Arnari er byggð á því að þau hafi sameiginlega staðið að atburðarás sem hófst seint á síðasta ári. Þá mun Vítalía hafa hringt í þremenningana og tjáð Hreggviði meðal annars að rússneskir lögfræðingar væru komnir með málið. „Þið fenguð heilan mánuð en þið hafið ekki gert fucking neitt,“ er meðal annars haft eftir Vítalíu. Skömmu síðar fóru að berast bréf til þeirra. Fréttin verður uppfærð.