Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ragga opnar sig um þungunarrof sitt: „Ákvörðun sem hún stendur hnarreist með“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnhildur Þórðardóttir, sem er landsþekkt sem Ragga nagli, opnar sig á Facebook og segir frá því þegar þú sá sér engan annan kost en að fara í þungunarrof. Það var árið 1997 og hún var einungis 18 ára. Í Bandaríkjunum stendur til að banna þungnarrof og í því ljósi segir Ragga mikilvægt að verja áunnin mannréttindi kvenna.

„Árið 1997 er átján ára stúlka úti á galeiðunni í Reykjavík og hittir gamlan vinnufélaga. Í bjartri sumarnótt eru fiðrildi í maga og eftir daður og drykki er skundað saman í leigubíl heim á leið til piltsins. Fræi sáð í frjóan svörð. Átján ára stúlka ekki tilbúin til móðurhlutverks tekur þá erfiðu ákvörðun að fara í þungunarrof,“ skrifar Ragga.

Hún segist ekki skammst sín fyrir þetta. „Ákvörðun sem hún á ekki að þurfa að skammast sín fyrir. Ákvörðun sem hún stendur hnarreist með alla ævi, enda líkami og lífshlaup hennar yfirráð. Ekki jakkafataklæddra bókstafstrúaðra miðaldra kallakalla með Biblíuna í annarri hönd og vandlætingarvönd í hinni. Spólum áfram til ársins 2022. Væri þessi sama stúlka átján ára búsett í Arkansas í dag væri hún þvinguð til þungunar. Þvinguð til að ala barn með manni sem hún þekkir nánast ekkert,“ segir Ragga.

Hún veltir fyrir stöðu svo margra kvenna vestanhafs. „Líf hennar myndi taka stakkaskiptum. Frelsi hennar til ákvörðunar um framtíð sína væri úr hennar höndum. Óvissa um menntunarmöguleika, starfsframa og fjárhagslegt öryggi. Það hljómar eins og lygasaga að 25 árum seinna í landi hinna frjálsu í Ammeríkunni hrapi kvenréttindi til baka um hálfa öld. Við vöknum upp eins og árið sé 1942,“ segir Ragga.

Ameríski drauminn var alltaf martröð. „Því land hinna frjálsu á greinilega bara við um ríka, hvíta, gifta, miðaldra fólkið. Ekki ófrísku táningsstúlkuna sem fór heim með strák af balli. Ekki ófrísku blökkustúlkuna í félagshúsnæði sem var nauðgað af frænda sínum. Ekki konuna sem gengur með utanlegsfóstur. Ekki hjónin sem þurfa þungunarrof eftir blæðingar úr legi,“ segir Ragga.

Hún segist þakklát fyrir að búa á Íslandi. „Þungunarrof eru mannréttindi hverrar konu, og sem betur fer er Ísland þar MJÖG framarlega á merinni. Að kynsystur okkar í Bandaríkjunum og víðar hafi ekki lengur þennan sjálfsagða rétt yfir sínum líkama er baráttumál okkar allra. Höfum hátt á samfélagsmiðlum, tölum saman, förum í viðtöl, skrifum pistla, deilum færslum og lækum tíst. Mörg smá hróp verða að stóru öskri yfir hafið,“ segir Ragga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -