Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Travis Barker opnar sig um veikindin: „Ég er alveg afskaplega þakklátur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Travis Barker, sem var fluttur með hraði á sjúkrahús 28. júní síðastliðinn, hefur sagt frá því hvað olli veikindum hans. Miðlarnir E-News og TMZ greindu frá þessu.

Barker var fluttur á sjúkrahús fyrir viku og urðu aðdáendur hans áhyggjufullir, sérstaklega þegar dóttir hans birti færslu á Instagram þar sem hún bað fólk um að biðja fyrir pabba hennar. Fljótlega bárust fregnir af því að Barker hefði fengið bráðabrisbólgu.

Hann hefur nú opnað sig um veikindin og staðfest að um bráðabrisbólgu var að ræða. Hann segir hana hafa komið til vegna magaspeglunar sem hann fór í fyrr um daginn.

„Ég fór í magaspeglun á mánudaginn og leið vel. Eftir kvöldmat fór ég hins vegar að fá hræðilega verki og hef verið á spítala síðan,“ skrifaði Barker á Instagram. „Í magaspegluninni var lítill sepi fjarlægður, á mjög viðkvæmu svæði, sem sérfræðilæknar gera venjulega.“ Barker segir þetta hafa skaddað mikilvægan hluta af brisinu, sem hafi valdið lífshættulegri brisbólgu.

„Ég er alveg afskaplega þakklátur fyrir að líða núna mun betur, eftir öfluga meðferð,“ segir Barker.

Kourtney Kardashian, eiginkona Barker, skrifaði einnig færslu á Instagram þar sem hún þakkaði innilega fyrir hlýhug og falleg skilaboð sem hjónunum hafi borist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -