Allmargar stjörnur ákváðu að slaufa þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna í gær, 4. júlí, ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum. Konur á borð við Kim Kardashian, Katy Perry, Kris Jenner, Jessica Chastain og fleiri létu það skýrt í ljós að þær ætluðu sér ekki að fagna neinu sjálfstæði, á meðan sjálfstæði þeirra væri fótum troðið í heimalandi þeirra, og vísuðu þar með til nýlegs dóms Hæstaréttar Bandaríkjanna um viðsnúning Roe gegn Wade, sem gerir ríkjum kleift að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs.
Þann 4. júlí ár hvert fagna Bandaríkjamenn sjálfstæðisyfirlýsingu landsins og kallast dagurinn Sjálfstæðisdagurinn, eða Independence Day á ensku.
Margar þessara kvenna deildu sömu mynd á samfélagsmiðlum sem á stóð:
„4. júlí hefur verið slaufað vegna skorts á sjálfstæði. Kær kveðja, konur.“
View this post on Instagram
Leikkonan Jessica Chastain birti mynd af sér á Instagram þar sem hún sendi Bandaríkjunum fingurinn – reyndar tvo. „Gleðilegan „sjálfstæðisdag“ frá mér og æxlunarréttindum mínum,“ skrifaði hún við myndina. (Blaðamaður mun halda sig við orðið æxlunarréttindi, og þykir það ansi gott.)
View this post on Instagram
Katy Perry skrifaði færslu þar sem hún gagnrýndi skert réttindi bandarískra kvenna harkalega. „Lagið Baby You’re a Firework er tía, en konur í Bandaríkjunum hafa færri réttindi en raketta.“
“Baby you’re a firework” is a 10 but women in the US have fewer rights than an actual sparkler smh
— KATY PERRY (@katyperry) July 4, 2022
Jameela Jamil skrifaði: „Sjálfstæðisdagurinn, nema þú sért með leg. Þá máttu bara fokka þér og okkur er sama hvort þú fokking deyrð eða við afvegaleiðum framtíð þína og geðheilsu, geri ég ráð fyrir? Flott..“
View this post on Instagram