- Auglýsing -
Eldur kviknaði í hraðbanka á Bíldshöfða í nótt. Slökkvilið var sent á staðinn. Lögreglan var fyrst á vettvang og náði hún að slökkva eldinn með slökkvitæki úr bifreið sinni. Slökkviliðið sinnti reykræstingu, en töluverður reykur var inni í húsnæðinu en þar eru meðal annars verslanir Húsgagnahallarinnar og Krónunnar.
Lögreglan hafði í mörgu að snúast í gærkveldi og nótt og sinnti hún 67 útköllum.