Gríðarlegur fjöldi manns glímir við Covid þessa dagana. Um og yfir 400 manns hafa greinst undanfarið á dag. Í síðustu viku greindust 373 til 473 daglega, samkvæmt tölum á covid.is. Það er metfjöldi síðan í mars íðastliðnum. Þetta er þó aðeins hluti af smitum því fjölmargir veikjast án þess að það sé skráð opinberlega. Það afbrigði sem nú geysar leggst vægar á þá sem hafa fengið bólusetningu.
Í gær voru 47 á sjúkrahúsi og þar af einn á gjörgæslu. Dæmi eru um það í fámennum sveitarfélögum að allt að helmingur íbúa hafi veikst en flestir hafa fengið væg einkenni og náð sér að fullu á nokkrum dögum.
Landspítalinn er á óvissustigi síðan 19. júní 2022 og heimsóknir takmarkaðar. Grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta hefur verið síðan 16. júní.
Ekki er reiknað með að til opinberra aðgerða eða takmarkana á frelsi fólks verði gripið vegna hinnar nýju bylgju.