Sr. Þórir Jökull: Hljóp fram á klósett, kastaði upp og svo inn í eldhús og hélt áfram matseldinni

top augl

„Ég man eftir slæmum veðrum, sjóslysum og mannskaða. Einhvern tímann vorum við langt vestur af landinu í slíku veðri; þá var ég með Víkingi Halldórssyni á Jóni Jónssyni. Þá sáum við ekki fram á hvalbak á bátnum, bara hvítfyssandi sjó, og þá reyndum við að halda bátnum upp í vindinn alltaf og ég man ekki betur en að það færust þá bátar úti við Vestfirði,“ segir Þórir Jökull Þorsteinsson, prestur í Noregi, í viðtali við Kolbein Þorsteinsson.

Í Sjóaranum segir séra Þórir frá tildrögum þess að hann munstraði sig á bát frá Ólafsvík og varð kokkur um borð, þrátt fyrir takmarkaða reynslu af matseld.

„Ég var sjóveikur fyrstu róðrana og þurfti að kasta upp; hljóp fram á klósett að kasta upp og svo inn í eldhús og hélt áfram matseld,“ segir Þórir Jökull auk þess að spjalla um lífið á sjónum almennt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni