Rétt fyrir klukkan miðnætti barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í heimahúsi í austurborginni í gærkvöld. Einn var handtekinn og læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar. Meint fórnarlamb mannsins var flutt á bráðamóttöku Landspítalans til skoðunar.
Um tíuleytið í gærkveldi barst lögreglu tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem gekk fyrir bíla í hverfi 105. Sá var handtekinn og fær að gista þar til af honum rennur.
Tveir þjófnaðir voru tilkynntir í verslunum í Breiðholti. Áttu þjófnaðarnir sér stað með um það bil 40 mínútna millibili. Tveir voru gómaðir. Báðum þeirra grunuðu sleppt að lokinni skýrslutöku.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í efra Breiðholti klukkan hálf tólf, vegna manns sem áreitti aðra viðskiptavini verslunarinnar.
Gámur brann í Hafnarfirði um níu leytið í gærkveldi og var slökkviliðið sent á vettvang.