- Auglýsing -
Tilkynning barst lögreglu frá íþróttafélagi í póstnúmeri 113. Þá hafði fingralangur laumað sér inn í búningsklefa karla og athafnað sig. Hafði hann tekið bíllykla, farsíma og önnur verðmæti frá fótboltaköppum. Þeir síðarnefndu sátu eftir með sárt ennið.
Afskipti voru höfð af þremur einstaklingum sem sátu í bifreið í Hafnarfirði og neyttu eiturlyfja. Voru efnin gerð upptæk af lögreglu.
Töluvert var um umferðalagabrot var nóttin annars með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.