Alls hafa um 630 smáskjálftar gengið yfir Tenerife á Kanaríeyjum frá því laust fyrir klukkan sex í morgun. Involcan, eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja, greinir frá þessu.
Tenerife er stærst Kanaríeyjanna og á henni er eldfjallið Mt. Teide, sem jafnframt telst hæsti tindur Spánar.
Skjálftarnir voru flestir langt undir yfirborði jarðar; sumir á 13 kílómetra dýpi.
Mt. Teide hefur ekki gosið í yfir 100 ár, eða frá því í nóvember árið 1909. Á heimasíðu Direct Travel kemur fram að magn koltvísýrings í umhverfinu hafi mælst yfir eðlilegum mörkum. Samkvæmt Involcan er þó ekkert að óttast.
Tenerife Tourism Corporation segja allt rólegt á Tenerife og að hlutirnir gangi sinn vanagang. „Það hafa ekki orðið neinar breytingar í tengslum við þessa smáskjálfta og eins og staðan er núna er engin hætta á ferðum. Daglegt líf er eins og venjulega í borgum, bæjum og ferðamannastöðum á eyjunni – aðstæður eru algjörlega öruggar.“
Actualización informativa sobre el enjambre sísmico en el Teide (12:30 horas, hora canaria): El enjambre sísmico de eventos híbridos que estamos registrando desde las 05:50 horas (hora canaria) de hoy 12 de julio de 2022, ya cuenta con más de 630 eventos de pequeña magnitud. pic.twitter.com/4V32RLW4O8
— INVOLCAN (@involcan) July 12, 2022