Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Hlutabréf Síldarvinnslunnar rjúka upp eftir að tilkynnt var um kaupin á Vísi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlutabréf Síldarvinnslunnar hafa rokið upp eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á útgerðarfyrirtækinu Vísi.

Viðskiptablaðið greindi frá því á mánudag að hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hefði hækkað um 6,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, eftir að fregnir höfðu borist af fyrirhuguðum kaupum fyrirtækisins á útgerðinni Vísi í Grindavík kvöldið áður. Í lok dags nam hækkunin 7,4 prósentum í 441 milljóna króna viðskiptum.

Af 22 félögum var mest velta með bréf Síldarvinnslunnar í Kauphöllinni á mánudag. Gengi hlutabréfa í Síldarvinnslunni stóð í 103,5 krónum á hlut við lokun markaða þann dag. Það er 78 prósent hækkun frá útboðsgengi A-tilboðsbókar félagsins.

Við opnun markaða í morgun stóð gengi hlutabréfa í Síldarvinnslunni í 104 krónum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -