Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Vilhjálmur ætlar ekki að taka þessu þegjandi – „Kemur ekki til greina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ekki koma til greina að hefja gjaldtöku aftur í Hvalfjarðagöngum. Hann segir á Facebook að slíkt óréttlæti geti íbúar Akraness ekki sætt sig við. Vilhjálmur vísar í fréttir um að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sé að stefna á að taka upp gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta ári.

„Í mínum huga kemur alls ekki til greina að hefja gjaldtöku aftur í Hvalfjarðagöngum til þess eins að fjármagna jarðgöng annars staðar á landinu. Það er algerlega ljóst að þessi aukaskattlagning sem fólgin var í veggjöldum í gegnum Hvalfjarðagöng var mun meira íþyngjandi fyrir okkur Akurnesinga og nærsveitir enda nægir að nefna í því samhengi að um 35% Akurnesinga sækja daglega atvinnu sína á höfuðborgarsvæðið,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir Akurnesinga hafa greitt fyrir þessi göng í 20 ár. „Við þurftum að greiða í 20 ár veggjöld í gegnum Hvalfjarðagöng og ég get ekki ímyndað mér að Akurnesingar og nærsveitir munu sætta sig við það að þurfa að byrja að greiða að nýju til þess eins að fjármagna jarðgöng annarstaðar á landinu,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að þessi áform myndu valda enn hærra verðlagi á landsbyggðini. „Munum líka að flutningskostnaður á aðföngum vegna veggjaldsins fór eðlimálsins samkvæmt beint útí verðlagið og því kemur ekki til greina að taka upp veggjöld í Hvalfjarðagöngum enda er búið að greiða þau göng upp.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -