Um klukkan ellefu í gærkveldi var óskað eftir lögreglu í verslun í Árbænum. Mistækur þjófur hafði gert tilraun til að stela úr versluninni en verknaðurinn ekki tekist betur en svo. Lögreglan mætti á staðinn og krafði þjófinn um nafn. Sá síðarnefndi brást við í þvermóðsku og neitaði að svara spurningunni. Hinn þveri þjófur var handtekinn og fékk að gista fangageymslur vegna málsins.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í Árbæ eftir að ósáttur viðskiptavinur hafði kýlt vagnstjóra í andlitið.
Tilkynntar voru tvær líkamsárásir ein í miðbænum og önnur í Hafnarfirði.
Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.