Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Pétur er ánægður með nýja stjórn Festi: „Það var enginn skotinn og skorinn alveg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Þorsteinsson var staddur á hluthafafundi Festis sem hófst í morgun, þar sem ný stjórn félagsins var kosin. Hann var á leiðinni út af fundinum þegar blaðamaður Mannlífs náði tali af honum. Hann segist ánægður með nýja stjórn.

„Ég held það, já.“ Hann vill ekki meina að um hallarbyltingu hafi verið að ræða. „Nei, ekki sérstök, voru ekki þrír af fimm sem voru inni? Þannig að það var enginn skotinn og skorinn alveg. En það er ágætt að þetta verði svona til þess að menn stoppi við og athugi sinn gang, að það verði ekki svona rosalega hratt farið eins og í þetta síðasta.“

Hluthafafundurinn var boðaður í kjölfar þess að Eggerti Þór Kristóferssyni var sagt upp sem forstjóra Festis. Ólga var sögð vera meðal hluthafa í félaginu vegna ákvörðunar stjórnarinnar og var greint frá því að hluthafarnir hafi ekki fengið veður af uppsögninni fyrr en tilkynning um hana var send til Kauphallarinnar í byrjun júní. Raunar greindi stjórnin fyrst frá því að Eggert hefði sjálfur sagt starfi sínu lausu. Fljótlega kom í ljós að svo hafði ekki verið, heldur hafði stjórnin átt frumkvæði að uppsögninni.

Eggert hafði starfað hjá Festi og forvera félagsins í 11 ár. Hann er sagður afar vel liðinn, með gott orðspor í starfi.

Pétur segir ekki mikinn hita hafa verið í hluthafafundinum. „Nei, nei, ekki var það nú. Það var sátt um þetta.“

Pétur var sá sem lagði það til að nafni félagsins yrði breytt úr Festi í Sundrung, í ljósi undanfarinna atburða. Hann segir að fram að uppsögn Eggerts hafi verið friður um félagið.

- Auglýsing -

„Þessi fundur var haldinn í kjölfar uppsagnarinnar til þess að menn gætu verið sáttari þegar uppi er staðið. Að þetta gerðist ekki aftur, þannig að það verði friður um starfið í framhaldi en ekki eins og undanfarnar umræður í fjölmiðlum og á sundurfélagsmiðlum, ekki samfélagsmiðlum, eins og kom fram í ræðunni hjá mér; að það ætti að breyta nafninu í Sundrung.“

Pétur segir ekki ljóst hvort það standi til að reyna að ráða Eggert Þór aftur. „Ný stjórn tekur ákvörðun um það. Það er ekki neitt sem ég veit um.“

Pétur lagði það sjálfur til á fundinum að tillaga hans um nafnabreytingu yrði felld.

- Auglýsing -
Pétur Þorsteinsson
Ljósmynd: BG

Nýja stjórn Festis skipa:

Margrét Guðmundsdóttir

Magnús Júlíusson – nýr meðlimur

Sigurlína Ingvarsdóttir – nýr meðlimur

Guðjón Reynisson

Hjörleifur Pálsson – nýr meðlimur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -