Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Andri Snær ætlar að eiga hógværan afmælisdag: „Það er eins og skáldsagan gleypi ljóðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er rithöfundurinn, ljóðskáldið og umhverfissinninn Andri Snær Magnason. Ku hann vera 49 ára í dag.

Andri Snær vakti fyrst athygli með ljóðabók sinni Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995 en næsta ljóðabók hans sló rækilega í gegn en það var Bónusljóð. Þá gaf hann einnig út smásagnaheftið Engar smá sögur. Þekktasta bók Andra Snæs er þó án efa barnabókin Sagan af bláa hnettinum en geysivinsælt leikrit var gert eftir bókinni. Þá gaf hann út skáldsöguna LoveStar sem var metsölubók árið 2002 og 2006 gaf hann út bókina Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð en bókin vakti gríðarlega mikla athygli en þar gagnrýnir Andri stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda. Hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina. Árið 2019 gaf hann út bókina Um tímann og vatnið sem hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og farið sigurför um heiminn.

Aðspurður hvort hann ætlaði að halda upp á daginn sérstaklega kvaðst Andri Snær ekki ætla að gera það. „Þetta verður látlaus og hógvær afmælisdagur,“ svaraði Andri og bætti við að það væri hefð á heimili hans að hafa sérstakt morgunkaffi á afmælisdögum. „Þá fær maður súkkulaði og rjóma í morgunmat. Annars er það bara vinna og vinna, hitti amerískan hóp í dag sem er kominn vegna Time and Water.“

Chautaqua bókaklúbburinn ameríski.
Ljósmynd: Aðsend

En hvað er framundan hjá Andra? „Ég er mikið að ferðast á næstunni því Um tímann og vatnið er að koma út í þrjátíu löndum.“

Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort Andri Snær sé alveg hættur í ljóðagerð en síðast uppfærði hann Bónusljóð árið 2014. „Ég hef ekki gefið út ljóð síðan ég uppfærði Bónusljóð síðast, það var 2014. Þetta er svona eins og sitthvor heilastöðin sem fer í gang. Það er eins og skáldsagan gleypi ljóðið, svona á meðan hún er í hausnum á manni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -