Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins og ljóðskáld, er í skotlínu Moggans í dag þar sem blaðið gefur til kynna í uppsláttarfrétt kynna að ritstjórinn sé ritþjófur eftir að hafa árið 1983 stolið texta frá skáldinu Tómasi Guðmundssyni með því að birta greinina „Á mér alltaf að líða illa“ í DV.
Svona lýsir Mogginn meintum þjófnaði: „Athygli vekur að um helmingur greinarinnar er ritaður orðréttur úr grein Tómasar Guðmundssonar, sem nefndur hefur verið borgarskáldið, um Kristján fjallaskáld í bókinni Minnisverðir menn, sem kom út árið 1968 sem hluti af ritröðinni Íslenzkir örlagaþættir“. Morgunblaðið ræðir við afkomendur Tómasar skálds sem telja ólíklegt að þeir geri mál úr birtingunni.
Tilefni skrifa Moggans er að í blaðinu Heima er bezt er greinin endurbirt. Mogginn leiðir að því líkum að þar hafi Sigurjón M. Egilsson ritstjóri tekið textann ófrjálsri hendi frá Sigmundi Erni. Lesendur þurfa að hafa í huga við lestur greinarinnar að Fréttablaðið er helsti samkeppnisaðili Moggans og Sigmundur Ernir þar í stafni …