Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donalds Trump fyrrum Bandaríkjaforsetja, er talin hafa látist af slysförum.
Fréttamiðlar greindu frá því að Ivana Trump væri látin á fimmtudag, 73 ára að aldri. Hún var sögð hafa látist á heimili sínu af völdum hjartaáfalls. Eftir krufningu hefur hins vegar komið í ljós að hún hlaut áverka eftir högg á kvið, sem talin er vera dánarorsökin. Ivana er talin hafa dottið niður stiga á heimili sínu í New York.
Hún hafði verið áberandi í gegnum árin, bæði í bandarísku viðskiptalífi ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, sem og í samfélaginu, en hjónin fyrrverandi voru tíðir gestir á öllum helstu viðburðum, sem og síðum blaðanna. Ivana lætur eftir sig börnin þrjú sem hún eignaðist með Donald Trump, þau Ivönku, Eric og Donald Jr. Þau minntust móður sinnar á samfélagsmiðlum í gær.